Vel heppnuð ganga hjá VG og óháðum

S.l. laugardag stóðu VG og óháðir fyrir gönguferð um fyrirhugaðan útivistarhring á Sauðárkróki. Gengið var frá kosningarskrifstofu VG og óháðra beint niður að sjó og þaðan sem leið lá meðfram strandlengjunni, meðfram Sauðánni og upp í Litla skóg.

Þar var tekið stopp þar sem börnin léku sér og allir fengu heitt kakó með rjóma, kleinur og muffins. Hringurinn var svo kláraður af þeim sem í það treystu sér meðan aðrir héldu til baka eftir ánægjulega ferð.

Gangan var einstaklega vel heppnuð og skemmtileg og vilja frambjóðendur þakka gestum kærlega fyrir samveruna á þessum góða degi.

 Fréttatilkynning frá Vinstri grænum og óháðum í Skagafirði

.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir