Vel heppnuð hrossaveisla

Vísa þurfti frá fjölda manns sem höfðu áhuga á að taka þátt í skemmti og fræðslukvöldi Söguseturs íslenska hestsins í samstarfi við Hótel Varmahlíð um hrossakjötsneyslu íslendinga fyrr og nú.

Þótti veislan takast vonum framar og endaði matseðilinn sem átti að vera fjögurra rétta í sjö réttum sem kynntir voru jafnóðum af Friðriki V.

Að sögn aðstandenda er gert ráð fyrir að endurtaka leikinn að ári. Nánar verður fjallað um kvöldið í máli og myndum í Feyki á fimmtudaginn.

Fleiri fréttir