Vel mætt á hjálmaafhendingu Kiwanis

Kiwanisklúbbarnir í Skagafirði Freyja og  Drangey afhentu í gær, 1. maí,  börnum  í 1. bekk í Skagafirði reiðhjólahjálma. Fyrir afhendingu fór lögreglan yfir mikilvægi hjálmanotkunar og brýndi notkun þeirra fyrir börnum og fullorðnum. Síðan grilluðu Kiwansfélagar pylsur fyrir viðstadda. 

Kiwanisklúbburinn Drangey afhenti fyrst hjálma árið 1991 til 1. bekkjarnemenda og hafa afhent hjálma árlega síðan. Að frumkvæði klúbbanna á Norðurlandi varð hjálmaafhending til 1. bekkjar að landsverkefni Kiwanis árið 2004.  

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá gærdeginum. 

Texti og myndir aðsent.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir