Venjan að flagga er gesti ber að garði

Forvitinn vegfarandi hafði samband við Feyki.is rétt í þessu og benti á að íslenska og spænska fánanum væri flaggað við húsnæði Fisk Seafodd á Sauðárkróki. Var vegfarandinn að forvitnast um hvaða merkismenn væri í heimsókn á Sauðárkróki.

Svarið við spurningunni var auðfengið en hjá Fisk er venjan að flagga með fána viðkomandi þjóðar ef gesti ber að garði. Í dag eru í fyrirtækinu staddir söluaðilar fyrirtækisins á Spáni og því blaktir spænski fáninn við hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir