Verslunarmannafélags Skagafjarðar veitir milljón í styrki

Aðsend mynd.
Aðsend mynd.

Í tilefni af 60 ára afmæli Verslunarmannafélags Skagafjarðar sem var 9. júní sl. ákvað félagið að úthluta styrkjum að upphæð 1.000.000,-. Fyrir valinu varð að veita fjórum samtökum í firðinum styrk að upphæð 250.000,- hverju þeirra.

Það voru Krabbameinsfélag Skagafjarðar, Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi, Flugbjörgunarsveitin Varmahlíð og Björgunarsveitin Skagfirðingasveit á Sauðárkróki sem hlutu styrkina en þeir voru veittir í vikunni í Jarlsstofu á Hótel Tindastóli þar sem fulltrúar þessara félaga ásamt stjórn Verslunarmannafélagsins komu saman.

Verslunarmannafélagið vill með þessu þakka félagasamtökunum fyrir það góða starf sem þau hafa unnið í gegnum tíðina og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir