VG og óháðir í Sveitarfélaginu Skagafirði kynna lista sinn
feykir.is
Skagafjörður, Sveitarstjórnarkosningar
20.04.2018
kl. 16.13

Þessi skipa sex efstu sætin á listanum. F.v. Inga Katrín D. Magnúsdóttir, Auður Björk Birgisdóttir, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Bjarni Jónsson og Valdimar Óskar Sigmarsson. Aðsend mynd.
Framboðslisti Vinstri grænna og óháðra í Sveitarfélaginu Skagafirði til sveitarstjórnarkosninga í maí hefur nú verið birtur. Það er Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og fulltrúi VG í sveitarstjórn sem leiðir framboðið. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, skipar annað sætið og í þriðja sætinu er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, sölumaður Atlantic leather.
Listinn er þannig skipaður:
- Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi, Sauðárkróki
- Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, Sauðárkróki
- Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, sölumaður Atlantic leather, Sauðárkróki
- Valdimar Óskar Sigmarsson, bóndi, Sólheimum
- Auður Björk Birgisdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Infinity Blue, Grindum
- Inga Katrín D. Magnúsdóttir, starfsmaður Byggðasafns Skagfirðinga, Varmahlíð
- Úlfar Sveinsson, bóndi, Ingveldarstöðum
- Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Pure natura og Álfakletts ehf., Ríp
- Ingvar Daði Jóhannsson, húsasmíðameistari og eigandi Haf og Land ehf., Hofsósi
- Helga Rós Indriðadóttir, óperusöngkona og söngstjóri, Varmahlíð
- Sigurjón Þórðarson, líffræðingur, Sauðárkróki
- Jónas Þór Einarsson, sjómaður, Hofsósi
- Björg Baldursdóttir, fv. kennari, Hátúni
- Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, ráðgjafi, Sauðárkróki
- Ingibjörg H. Hafstað, bóndi, Vík
- Steinar Skarphéðinsson, vélstjóri, Sauðárkróki
- Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir, grunnskólakennari, Sauðárkróki
- Heiðbjört Kristmundsdóttir, lífeindafræðingur, Sjávarborg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.