Við segjum stopp, þetta varðar öryggi okkar allra

Starfshópur á vegum starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi hefur sent frá sér yfirlýsingu sökum niðurskurðar vegna Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi (HSB) en á tveggja ára tímabili er niðurskurðurinn orðinn 35%.

Í yfirlýsingu hópsins segir m.a. „Með nýju fjárlagafrumvarpi er enn frekar ráðist að rekstri þessarar stofnunar. Ef ekki verður gerð leiðrétting á því er fyrirliggjandi að samtals niðurskurður fyrir árin 2009 – 2011 er um 35%.  Á síðastliðnum tveimur árum hefur gríðarleg hagræðing átt sér stað og ekki sýnilegt að hægt sé að hagræða meira án þess að skerða þjónustu verulega þannig að hætta geti hlotist af.

Við segjum hingað og ekki lengra, nú verða allir að snúa bökum saman og standa vörð um heilbrigðisþjónustuna og öryggi íbúa þessa héraðs.

Af því tilefni skorum við á alla íbúa, Hollvinasamtök HSB, sveitarstjórnir í Austur-Hún., Stéttarfélagið Samstöðu og fagstéttarfélög að mynda þrýsting á ráðherra heilbrigðismála og ríkisstjórn Íslands til að endurskoða þessar fyriráætlanir.   

Við segjum stopp, þetta varðar öryggi okkar allra !!!

Starfshópur á vegum Starfsmannafélags HSB“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir