„Viðhorf og vellíðan" - fyrirlestur í FNV
Þann 1. nóvember kl. 20:00 mun Helga Jóhanna Oddsdóttir flytja erindi í Fjölbrautskóla Norðurlands vestra, stofu 102, á Sauðárkróki. Í erindi sínu mun Helga Jóhanna fjalla um áhrif viðhorfs á líðan okkar og árangur, hvar sem við erum stödd á lífsleiðinni.
Helga hefur skoðað tengsl viðhorfs og vellíðunar undanfarin ár í starfi og einkalífi, m.a. í uppeldi tvíburasona sinna og innan íþróttahreyfingarinnar. Þá hefur Helga stutt við íþróttamenn með hugrænni þjálfun.
Helga Jóhanna er markþjálfi og framkvæmdastjóri Strategic Leadership ehf. Hún hefur þjálfað yfir 1.000 stjórnendur og leiðtoga á ferli sínum, m.a. í Þýskalandi, Sviss og Kambódíu. Áhugi Helgu liggur helst á sviði mannræktar, körfubolta og árangursfræða hópa og einstaklinga.
Fyrirlestur Helgu er öllum opinn og er í boði Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar í samstarfi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Er þetta í þriðja sinn sem Soroptimstaklúbbur Skagafjarðar býður Skagfirðingum og nærsveitungum upp á fræðsluerindi í tengslum við starf klúbbsins.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.