Viðskiptahraðallinn Hugsum hærra hafinn

Viðskiptahraðallinn Hugsum hærra hófst síðastliðinn mánudag, 11. janúar, með þátttöku tíu fyrirtækja af Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Hraðallinn er unninn í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Senza og Vestfjarðarstofu og standa vinnustofur yfir þessa viku. Markmið hraðalsins er að aðstoða fyrirtæki að vinna fjárfestakynningar, skrifa styrkumsóknir, móta stefnu og ramma inn viðskiptaáætlun. Fyrirtækin halda svo áfram í reglulegri eftirfylgni með atvinnuráðgjafa samtakanna næstu mánuðina.

Hraðallinn fer fram á netinu í gegnum forritið Zoom þar sem frumkvöðlar af Norðurlandi vestra og Vestfjörðum koma saman. Einar Sigvaldason, MBA, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi hjá Senza Partners leiðir hraðallinn. Einar hefur starfað í nýsköpun í 15 ár, sem framkvæmdastjóri og meðstofnandi þriggja sprotafyrirtækja á hugbúnaðarsviði og hefur fimm sinnum fengið Rannís styrki fyrir eigin fyrirtæki og tvisvar sprotafjármögnun.Tíu fyrirtæki taka þátt í hraðlinum, fimm af Norðurlandi vestra og fimm af Vestfjörðum.

Þátttakendur af Norðurlandi vestra eru:

  • Smith&Jónsson
  • Skíðasvæði Tindastóls
  • Brúnastaðir
  • Extis hugbúnaðarstofa
  • Veraldarvinir

Fyrirtækin sem taka þátt á Vestfjörðum eru:

  • Bambahús
  • Þörungaklaustur
  • Kyrrðarkraftur
  • Sýslið
  • Kalksalt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir