Vigdís Edda til Breiðabliks

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðablik býður Vigdísi Eddu velkomna til liðsins. Mynd af FB-síðu Breiðabliks.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðablik býður Vigdísi Eddu velkomna til liðsins. Mynd af FB-síðu Breiðabliks.

Baráttujaxlinn í spútnikliði Tindastóls í Inkasso- deildinni í sumar, Vigdís Edda Friðriksdóttir, ætlar að söðla um þar sem hún hefur skrifað undir tveggja ára samning við eitt besta lið Pepsí Max deildarinnar, Breiðablik. Vigdís Edda er fædd árið 1999 og leikur alla jafnan sem miðjumaður.

Ljóst er að um mikla blóðtöku er um að ræða fyrir Stólana en eins og kemur fram á Facebook síðu Breiðabliks var Vigdís Edda frábær í liði Tindastóls í sumar þar sem hún skoraði 9 mörk í 20 leikjum í deild og bikar. Hún hefur alls leikið 79 leiki fyrir meistaraflokk Tindastóls og skorað í þeim 25 mörk.

Feykir óskar Vigdísi Eddu góðs gengis í deild hinna bestu. Fyrir þá sem ekki átta sig á kempunni er hún dóttir þeirra Ingibjargar Huldar Þórðardóttur og Friðriks Ólafssonar á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir