Vilja frjálsar handfæraveiðar
Frjálslyndir og óháðir lögðu á síðasta sveitastjórnarfundi í Skagafirði fram bókun þess efnis að þeir vilji að sveitarfélagið beiti sér að alefli fyrir frjálsum handfæraveiðum í Skagafirði vilja Frjálslyndir og óháðir meina að það yrði lyftistöng fyrir atvinnulífið.
Jafnframt kom fram í bókun flokksins að Byggðakvóti hafi hingað til verið eina nauðvörnin í ómögulegu kvótakerfi en útfærslan hefur oft reynst flókin og uppspretta deilna.