Vilja matráð við Blönduskóla
Fræðslunefnd Blönduósbæjar kom sama til fundar í gær og var farið yfir nokkur mál. M.a. var það lagt til við sveitastjórn að samið verði við Þuríði Þorláksdóttur, aðstoðarskólastjóra, að leysa Þórhöllu Guðbjartsdóttur, skólastjóri Blönduskóla, af til eins árs en hún er að fara í árs námsleyfi. Nefndin leggur jafnframt til að, gangi sú ráðning eftir, verði auglýst staða aðstoðarskólastjóra til eins árs.
Samningur um skólaakstur er að renna út í lok þessa skólaárs. Búið er að framlengja núverandi samning tvisvar samkvæmt heimildum og því þarf að fara fram nýtt útboð fyrir næsta skólaár. Fræðslunefnd leggur til að skólastjóri og sveitastjóri vinni að útboði á skólaakstri fyrir komandi skólaár.
Þá mun samningur um skólamáltíðir renna út í lok yfirstandandi skólaárs. Samningurinn hefur verið framlengdur samkvæmt ákvæði, í tvígang og leggur fræðslunefnd til við sveitastjórn að ráðinn verði matráður við Blönduskóla og maturinn verði matreiddur í eldhúsi skólans.