Vilja selja hlut sinn í Hveravallafélaginu

Á Hveravöllum. Mynd: Hveravellir.is
Á Hveravöllum. Mynd: Hveravellir.is
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á fundi sínum þann 24. október sl. að óska eftir því við Iceland Excursions Allrahanda ehf. að félagið kaupi allt hlutafé sveitarfélagsins í Hveravallafélaginu ehf. Í maí 2013 gerðu þáverandi hluthafar í Hveravallafélaginu og Iceland Excursions Allrahanda um kaup síðarnefnda félagsins á hlutafé í Hveravallafélaginu og innihélt samningurinn ákvæði um að félagið væri skuldbundið að kaupa eldra hlutafé eftir fimm ár á genginu 1, ef hluthafar óski þess.
 
 
Eignarhluti Húnavatnshrepps í Hveravallafélaginu er nú 16,66% að nafnvirði tæplega 20 milljónir króna.
 

Í samtali við húna.is segir Jón Gíslason, oddviti sveitarstjórnar Húnavatnshrepps, að ástæða þess að óskað sé eftir sölu á hlutnum vera þá að sveitarstjórn finnist eðlilegt að sveitarfélagið dragi sig út úr samkeppnisrekstri í ferðaþjónustu eins og það hafi markvist verið að gera á undanförnum árum. Nefnir Jón í því sambandi leigu á rekstri Húnavers og á öllum fjallaskálum í sveitarfélaginu þar sem Húnavatnshreppur rak ferðaþjónustu áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir