Vilja viðræður um aðild að Evrópusambandinu

Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi telur að hefja beri strax viðræður um aðild Íslendinga að Evrópusambandinu.

Jafnframt krefst stjórnin uppgjörs við þá efnahags- og peningamálastefnu sem verið hefur við lýði undanfarna áratugi. Nú sé kominn tími á breytingar til batnaðar með ábyrgð, jöfnuði og velferð almennings að markmiði. Taumlaus fjáls- og markaðshyggja hafi dregið þjóðina í það skuldafen sem hún nú sé í. Við þessu þurfi Alþingi að bregðast og vinna þurfi vandaða rannsókn þar sem leitað verði til aðila og einstaklinga sem séu áháðir öllu tengslaneti.

Fleiri fréttir