Vilko hefur framleiðslu á Marengs

Vilko ehf hefur nú hafið framleiðslu á nýrri vöru sem hugsuð er fyrir neytendamarkað. Nýja varan  er Marengs og mun fást bæði brúnn og hvítur. Dreifing er hafinn á vörunni og eru undirtektir ótrúlega góðar og pantanir langt fram úr björtustu vonum foráðamanna Vilko. Því mun verða hasar í vinnslusal Vilko nú fyrir jólin.

Marengsinn þykir bragðgóður og einfaldur í notkun eða eins og ein konan sem var í rýnihópi við þróun vörunnar sagði í umsögn „loksins loksins tókst mér að búa til Marengs og þarf ekki lengur að horfa öfundaraugum á hinar terturnar á kökubasar leikskólans“

Fleiri fréttir