Vilt þú giska á fjölda Vatnsdalshóla?

Vatnsdalshólar. Mynd: Efla.is
Vatnsdalshólar. Mynd: Efla.is

Langar þig að taka þátt í skemmtilegum leik og giska á hversu margir Vatnsdalshólarnir eru? Ef svo er ættir þú að kíkja á Facebooksíðu EFLU og setja þitt svar. Verðlaun verða veitt fyrir rétt svar eða sem næst réttu svari og fær heppinn giskari Bose, quiet comfort 35 II, þráðlaus heyrnartól. 

Á heimasíðu EFLU segir að til þessa hafi Vatnsdalshólar verið álitnir meðal þriggja óteljandi náttúrufyrirbæra á Íslandi. EFLU lék forvitni á að vita hvort hægt væri að nota nýjustu tækni og greiningarmöguleika í landupplýsingakerfum til að telja hólana. Niðurstöður talningarinnar, byggðar á ákveðnum forsendum, verða gefnar upp í Landanum á RÚV sunnudaginn 21. október kl. 19:45.

Sjá nánar HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir