Vinjettuupplestur og harmonikkuleikur í Harmonikkusalnum
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
27.03.2009
kl. 08.20
Vinjettuupplestur og harmonikkuleikur verður í Harmonikkusalnum á Blönduósi laugardaginn 28. mars n.k. og hefst kl. 16:00. Ármann Reynisson, vinjettuhöfundur, les upp úr verkum sínum ásamt Kolbrúnu Zophoníasdóttur, Sr. Sveinbirni Einarssyni, Hlíf Sigurðardóttur, Auðuni Steini Sigurðssyni, Berglindi Björnsdóttur, Arnari Þór Sævarssyni og Hrefnu Aradóttur.
Dagskráin hefst á harmonikkuleik, síðan upplestur, þá kaffi, vöflur og rjómi, aftur upplestur og harmonikkuleikur í lokin. Missið ekki af þessum einstaka listviðburði sem er í anda gömlu sagnaskemmtananna. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Ármann á heimasíðu hans www.armannr.com.