Vinna við nýtt tengivirki í Hrútatungu gengur vel

Séð yfir framkvæmdasvæði í Hrútatungu. Mynd: Landsnet.
Séð yfir framkvæmdasvæði í Hrútatungu. Mynd: Landsnet.

Í Hrútatungu er verið að reisa nýtt tengivirki fyrir Landsnet en það fór fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019. Eftir því sem fram kemur á Facebooksíðu fyrirtækisins ganga framkvæmdir mjög vel.

Jarðvinnuverktakinn Úlfstaðir hefur þegar steypt botnplötu strenggryfjunnar og er að hefjast handa við að slá upp fyrir veggjum. Gamla virkið er hefðbundið útivirki sem tekið var í notkun 1979 og er því orðið ríflega 40 ára en hið nýja verður yfirbyggt 132 kV gaseinangrað tengivirki á sama stað.

Tengivirkið í Hrútatungu liggur nálægt botni Hrútafjarðar við Hrútafjarðará og er mikilvægur tengipunktur þar sem Vesturlína (GL1) tengist 132 kV byggðarlínuhringnum.
Á heimasíðu Landsnets  segir að áætlað sé að virkið verði spennusett haustið 2022.
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir