Vinnustofur um endurnýjandi ferðaþjónustu á haustmánuðum
Í september eru tvær vinnustofur í boði um endurnýjandi ferðaþjónustu þar sem Annika Hanau, doktorsnemi við Háskólann í Wuppertal í Þýskalandi, leiðir fræðslu og umræðu. Hún mun deila reynslu og dæmum allt frá Hawaii til Íslands og skoða hvernig svipuð viðfangsefni koma upp þrátt fyrir fjarlægðir, þetta kemur fram á vef SSNV.
Vinnustofurnar eru ætlaðar ferðaþjónustufyrirtækjum, starfsfólki í ferðaþjónustu, nemendum og rannsakendum sem vilja dýpka skilning sinn á endurnýjandi ferðaþjónustu og hvernig hægt er að innleiða hana á staðbundinn hátt.
Dagsetningar og staðsetning:
• 9. september kl. 13:00–15:00 – Gróska, Reykjavík
• 11. september kl. 13:00–15:00 – Selasetur Íslands, Hvammstanga
Þátttakendur fá tækifæri til að ræða svæðisbundna þróun, samvinnu og sérstöðu ferðaþjónustufyrirtækja í dreifbýli.
Hægt er að skrá sig HÉR.