Snjóþekja og hálka á vegum í austanverðum Skagafirði

Færð á vegum á Norðurlandi um kl. 8:30 í morgun. SKJÁSKOT AF UMFERÐIN.IS
Færð á vegum á Norðurlandi um kl. 8:30 í morgun. SKJÁSKOT AF UMFERÐIN.IS

Það er komin vetrartíð. Það reyndar er yfir litlu að kvarta hvað varðar færðin hér á Norðurlandi vestra nema þá helst austan megin í Skagafirði. Við Tröllaskagann hefur verið nokkur úrkoma og éljagangur. Samkvæmt umferðarsíðu Vegagerðarinnar er verið að skafa vegi allt frá Hegranesi og norður í Fljót. Á öðrum vegum austan Hegraness eru ýmist hálkublettir eða hálka og því vissara að fara að öllu með gát.

Kuldi og úrkoma hefur helst látið á sér kræla á norðausturhorni landsins og er vetrarfærð frá Tröllaskaga og austur að Djúpavogi. Allir. vegir í Húnavatnssýslu voru greiðfærir í morgun nema hvað hálkublettir voru á veginum yfir Þverárfjall.

Það var því hughreystandi nú í morgunsárið að hlýða á starfsmenn Ríkisútvarpsins renna yfir helstu þumalputtareglur varðandi hvernig á að keyra í hálku.

Reikna má með nokkuð stífri norðanátt í dag og á morgun og af og til gæti éljað eða slyllað. Það er svo spáð hægum vindi fram yfir helgi og lítils háttar snjókoma gerir væntanlega vart við sig.

MYND: Hér að neðan má sjá mynd af Bakkaselsbrekkunni nú um níuleytið.

Fleiri fréttir