Vinstri grænir og óháðir bjóða á ný fram í Skagafirði

Á félagsfundi VG í Skagafirði, sem haldinn var þann 17. janúar síðastliðinn, var borin upp tillaga stjórnar félagins um að bjóða fram lista VG og óháðra til sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara 14. maí næstkomandi. Var tillagan samþykkt samhljóða og hefur uppstillingarnefnd þegar tekið til starfa.

Sameiginlegur listi Vinstri grænna og óháðra var einnig boðinn fram í kosningunum 2018 og náði ágætum árangri, fékk næstmest fylgi eða 24,4% og tvo fulltrúa; Bjarna Jónsson og Álfhildi Leifsdóttur.

Fjórir listar voru í boði í síðustu sveitarstjórnarkosningum í Skagafirði og voru úrslit óvenju jöfn. Framsóknarflokkur fékk þá 34,0% atkvæða og þrjá fulltrúa, Sjálfstæðisflokkur hlaut 21,0% atkvæða og tvo menn kjörna líkt og Byggðalistinn sem var skammt undan með 20,6%. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu meirihluta að loknum kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir