Vísindi og grautur í dag
Hin árlega fyrirlestrarröð ferðamáladeildar Háskólans á Hólum Vísindi og grautur hefur göngu sína miðvikudaginn 8. sept. og það er Kristín Jónsdóttir, verkefnastjóri Á Sturlungaslóð sem ríður á vaðið.
Kristín er íslenskufræðingur og meistari í hagnýtri menningarmiðlun flytur hún erindi sem hún kallar Sögustund í Skagafirði með ýmsum miðlunarleiðum. Erindið er um meistaraverkefni hennar frá Háskóla Íslands vorið 2009 þar sem hún útbjó leiðsögn fyrir vegfarendur um hluta Skagafjarðar. Í erindinu segir Kristín frá því hvað farið var af stað með í upphafi, þróunina í vinnslunni og hver niðurstaðan var.
Fyrirlesturinn er haldin í kennslustofu ferðamáladeildar á 2. hæð í skólahúsinu á Hólum og hefst kl. 11:15.
Áhugasamir geta keypt hádegismat í veitingasal ferðaþjónustunnar í kjölfarið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.