Visit Skagafjörður í snjalltækin

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði gaf nýverið út smáforrit/app fyrir snjalltæki (síma og spjaldtölvu), Visit Skagafjörður, sem er hluti af sameiginlegu markaðsátaki með Sveitarfélaginu Skagafirði til að undirbúa sumarið 2020 sem verður frábrugðin undanförnum sumrum þar sem ljóst er að lítið verður um erlenda ferðamenn. 

Appið er einskonar leiðarvísir og ferðafélagi og mjög auðvelt í notkun. Þar er hægt að fá gagnlegar upplýsingar á einum stað um gistingu, afþreyingu, veitingar, söfn og sýningar, handverkssölu og allskonar aðra þjónustu í Skagafirði. Sérstakt svæði er í forritinu með upplýsingar um matarhátíðina Réttir Food Festival sem verður haldin í annað skipti núna í ágúst. Einnig er hægt að horfa á innslög úr þáttunum Að Norðan á sjónvarpsstöðinni N4 sem tengjast ferðaþjónustunni í Skagafirði, fylgjast með veðri og umferð í gegnum vefmyndavélar.

Forritið er á íslensku en enskri útgáfu verður bætt við fljótlega þannig að það nýtist líka fyrir erlenda ferðamenn. Hægt er að hlaða appið niður án kostnaðar á AppStore og Playstore. Það er skráð undir nafni Visit Skagafjörður. Tengill til að hlaða niður: https://ext.is/visitskagafjordur/ 

Fyrirtæki sem eru ekki í félagi ferðaþjónustunnar en hafa áhuga að skrá sína þjónustu í appið geta gert það gegn mjög vægu gjaldi. Hægt er að hafa samband við Evelyn, formann félagsins í tölvupóst evelyn@lythorse.is til að fá frekari upplýsingar.

Félagið vonast til þess að ferðamenn og ekki síður heimamenn nýti sér appið.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir