Voice stjörnur fókusera á Húnavöku -Myndband
FÓKUS hópurinn sem skipaður er Hrafnhildi Ýr Víglunds og fjórum öðrum söngvurum sem kynntust í gegnum Voice Ísland 2017, Sigurjóni, Rósu, Eiríki og Karitas munu skemmta á Húnavöku um næstu helgi. Hópurinn sendi frá sér afar óvenjulegt myndband til að vekja athygli á uppákomunni sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.
Á Fésbókarsíðu FÓKUS segir að fljótlega eftir Voice Ísland keppnina hafi kviknað sú hugmynd hjá meðlimum hópsins að vinna meira saman og úr varð FÓKUS hópurinn. Hópurinn tekur að sér ýmis tónlistartengd verkefni við öll möguleg og ómöguleg tækifæri s.s. afmæli, brúðkaup, jarðarfarir, árshátíðir, starfsmannapartý, tónleikar, bæjarhátíðir og svo framvegis.
Þau segjast hlakka til að sjá ykkur á ferð og flugi en eftir Húnavöku verður troðið upp á Eldi í Húnaþingi vikuna á eftir.
Við verðum á Hvammstanga á bæjarhátíðinni Eldur í Húnaþingi 26. júlí 2017. Hér er video með mikilvægum og frekari upplýsingum (Karítas datt úr fókus!) :) Endilega deilið áfram og smellið "læk" á nýju Fókus síðuna okkar! :)
Posted by Fókus on 11. júlí 2017