Von ásamt Ölmu Rut og Kristjáni Gísla á styrktarsjóðsballi
Hið árlega Styrktarsjóðsball Húnvetninga verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 24. október. Hljómsveitin Von ásamt Ölmu Rut og Kristjáni Gísla munu halda uppi stuðinu fram á nótt.
Húsið opnar kl. 23:00 en hljómsveitin byrjar að spila á miðnætti. Aldurstakmark er 18 ára. Í tilkynningu um viðburðinn eru íbúar svæðisins hvattir til að fjölmenna og eiga saman gott kvöld og styrkja gott málefni í leiðinni.
Styrktarsjóður Húnvetninga var stofnaður þann 16. mars árið 1974 og er markmið sjóðsins að veita héraðsbúum hjálp þegar óvænta erfiðleika ber að höndum.
