Von með góða gesti á sviðinu

Hljómsveitin Von verður með gestasöngvara með sér á böllum nú í febrúar en Bjögvin Halldórs og Sigga Beinteins munu leysa Ellert söngvara af hólmi.

Von og Bjögvin Halldórs taka höndum saman og verða með ball á Vélsmiðjunni á Akureyri um helgina þar sem Bo og Von munu leika á fullu gasi fram á rauða nótt, eins og segir í tilkynningu frá sveitinni en aðra helgi verður sveitin á Spot í Kópavogi. Sigga Beinteins mun svo taka við af  Björgvini og syngja með sveitinni 20. febrúar á Mælifelli. Ellert söngvari sveitarinnar ku vera á sjó og verður líklega ekki með þennan mánuðinn að sögn Sigga Dodda hjómborðsleikara.

Fleiri fréttir