World Explorer annað skemmtiferðaskipið í sumar
Fram kemur á skagafjordur.is að skemmtiferðaskipið World Explorer lagði að höfn á Sauðárkróki í morgun.
Um er að ræða annað skemmtiferðaskipið sem heimsækir Krókinn í sumar. Um 160 farþegar eru um borð í World Explorer og munu margir farþegana fara í skipulagðar ferðir í dag á vegum ferðaþjónustunnar í Skagafirði ásamt því að farþegar munu skoða sig um í bænum.
Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri, skiptist á skjöldum við skipstjóra World Explorer eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.