X-E Nýtt afl í Húnavatnshreppi

X-E, Nýtt afl í Húnavatnshreppi
X-E, Nýtt afl í Húnavatnshreppi

X-E, Nýtt afl í Húnavatnshreppi boðaði stuðningsfólk sitt til fundar á Húnavöllum í gær þar sem lögð var fram og samþykkt tillaga að framboðslista E-listans í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí nk. Þóra Sverrisdóttir leiðir listann áfram, annað sætið skipar Jón Árni Magnússon og í þriðja sæti er Ingibjörg Sigurðardóttir. Framboðið hefur þrjá af sjö sveitarstjórnarmönnum í Húnavatnshreppi.  Listinn er þannig skipaður:

 1. Þóra Sverrisdóttir Stóru-Giljá
 2. Jón Árni Magnússon Steinnesi
 3. Ingibjörg Sigurðardóttir Auðólfsstöðum
 4. Birgir Þór Haraldsson Kornsá
 5. Kristín Rós Sigurðardóttir Tindum
 6. Magnús Sigurjónsson Syðri-Brekku
 7. Ragnheiður L. Jónsdóttir Ási
 8. Sigurður Árnason Syðri-Grund
 9. Maríanna Þorgrímsdóttir Holti
 10. Haukur Suska Garðarsson Hvammi
 11. Þorbjörg Pálsdóttir Norðurhaga
 12. Guðmann Ásgeir Halldórsson Holti
 13. Maríanna Gestsdóttir Hnjúki
 14. Jakob Sigurjónsson Hóli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir