Yngstu nemendur Varmahlíðarskóla fóru í vettvangsferð í Vesturdal

Séra Dalla segir frá altaristöflunni í Goðdalakirkju. MYND AF VEF VARMAHLÍÐARSKÓLA
Séra Dalla segir frá altaristöflunni í Goðdalakirkju. MYND AF VEF VARMAHLÍÐARSKÓLA

Nemendur í 1. og 2. bekk Varmahlíðarskóla fóru, ásamt kennurum, í vettvangsferð í Goðdalakirkju síðastliðinn miðvikudag. Á heimasíðu skólans segir að lagt var af stað frá Varmahlíðarskóla að loknum morgunverði og lá leiðin fram í Vesturdal að skoða kirkjuna og sjá silfurkrossinn sem hangir þar á vegg.

„Með okkur í för var Dalla prestur sem sagði okkur frá kirkjunni og ýmsum munum í henni. Einnig var Rósa í Goðdölum með okkur og hún sagði frá lífi sínu í Sölvanesi, silfurkrossinum og brunanum sem varð þar árið 1947,“ segir í fréttinni og bætt við að ferðin hafi bæði verið skemmtileg og fræðandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir