Glæpakviss í Gránu þann 5. september
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.08.2024
kl. 14.56
Héraðsbókasafn Skagfirðinga, í samvinnu við Hið íslenska glæpafélag, stendur fyrir Glæpakvissi í Gránu fimmtudaginn 5. september kl. 17:00. Gert er ráð fyrir 2-4 keppendum í liði og skipað verður í lið á staðnum, svo það er ekki skilyrði að vera búinn að finna sér liðsfélaga áður en mætt er á staðinn. Spurningarnar eru úr íslenskum glæpasögum. Hin grunsamlega glæsilegu glæpakvendi, Fríða og Siva, munu stýra keppninni. Gert er ráð fyrir að viðburðurinn taka um einn og hálfan tíma.
Meira