Morgunblaðið ekki dreift í fyrramálið á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.12.2024
kl. 21.44
Það hefur ekki farið framhjá neinum að á Norðurlandi vestra hefur verið slæmt veður í dag og í kvöld. Samkvæmt veðurspánni þá á þetta að ganga niður í nótt en tekur sig svo upp aftur annað kvöld og á að standa yfir til kl. 17 á jóladag. Mbl sagði frá því fyrr í kvöld að Holtavörðuheiði væri lokuð sökum þess að tvær rútur væru þar í vandræðum og að hugsanlega væru einhverjir fólksbílar líka í vandræðum. Björgunarsveitir úr Húnavatnssýslunum og uppsveitum Borgarfjarðar voru kallaðar út til að aðstoða fólk og vill lögreglan á Norðurlandi vestra brýna fyrir ökumönnum að leggja ekki af stað án þess að kanna fyrst aðstæðu á vef Vegagerðarinnar.
Meira