Fréttir

Stríðnispúkinn hún Bellukrútt | Ég og gæludýrið mitt

Í gæludýraþættinum að þessu sinni fáum við að kynnast Dachshund eða langhundi sem Friðrik Henrý Árnason á. Friðrik Henrý á heima í Ásgarði Vestri í Viðvíkursveit í Skagafirði og er sonur Guðrúnar Hönnu og Árna Þórs.
Meira

Nýr framkvæmdastjóri hjá USVH

Á heimasíðu UMFÍ segir að Anton Scheel Birgisson sé nýr framkvæmdastjóri hjá Ungmennasambandi Vestur -Húnvetninga. Í tilkynningunni segir hann.. „Við ætlum að virkja félögin í því að koma með hugmyndir og senda inn umsókn í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar. Hann getur veitt félögum ýmiss tækifæri,.“
Meira

Öflugur liðsauki við Byggðastofnun

Í byrjun desember sl. auglýsti Byggðastofnun eftir sérfræðingi á þróunarsvið stofnunarinnar. Alls bárust 18 umsóknir, 11 frá konum og sjö frá körlum. Nú hefur verið ákveðið ráða Hebu Guðmundsdóttur og Sigfús Ólaf Guðmundsson, segir á heimasíðu Byggðastofnunar.
Meira

Hrós dagsins fær Þröstur Árnason á Skagaströnd

Það var skemmtileg færsla sem sást á Facebook-síðu Sveitarfélagsins Skagastrandar í gær. Þannig er málið að þar hefur snjóað eins og alls staðar á svæðinu en einn góður íbúi, Þröstur Árnason, tók upp á því fyrir stuttu að fara um bæinn eins og herforingi á fjórhjólinu sínu og ryðja snjó frá gangstéttum. Þetta er að sjalfsögðu frábært framtak fyrir litla samfélagið og er virkilega vel metið. 
Meira

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði þann 3. janúar

Feykir sá góðan Facebook-póst í gær frá góðum vinum úr veðurklúbbi Dalbæjar á Dalvík en þau funduðu þann 3. janúar 2025 og gleðja vonandi einhverja með spá sinni.
Meira

Veðurspáin og vísindin | Friðbjörn Ásbjörnsson skrifar

FISK Seafood fagnar á þessu ári 70 ára afmæli sínu. Fyrstu skrefin í sögu félagsins voru stigin á Þorláksmessu árið 1955 þegar Fiskiðja Sauðárkróks hf. var stofnuð. Ekki verður annað sagt en að síðan hafi mikið vatn runnið til sjávar í metnaðarfullri uppbyggingu starfseminnar. Við stefnum að því að fagna þessum tímamótum með margvíslegum hætti þegar líður á árið og finna okkur m.a. verðug verkefni til þess að styðja við bæði í starfsmannahópi okkar og nærsamfélagi.
Meira

Tap í N1 höllinni í gær

Stólastúlkur spiluðu við Val á Meistaravöllum í gær sem því miður endaði með tapi en fyrir þennan leik voru þær búnar að vera á góðri sigurbraut sem enginn vildi sjá enda.
Meira

Útburður á Feyki og Sjónhorni fer fram á morgun

Því miður urðu þau leiðu mistök að Feykir og Sjónhorn bárust ekki á Krókinn í morgun og því ekki hægt að bera út blöðin í dag. Útburður verður því á morgun en fyrir lesþyrsta einstaklinga þá eru bæði blöðin komin á netið og hægt að nálgast hér í fréttinni.
Meira

Gæsasalat og hreindýrasteik | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 44 árið 2023 voru Elvar Örn Birgisson og Elín Petra Gunnarsdóttir. Þau eiga saman fjögur börn: Birgittu Katrínu 9 ára, Þorvald Heiðar 6 ára, Álfheiði Báru 4 ára og Rúrik Örn eins árs. Elvar og Elín búa á bænum Ríp í Hegranesinu þar sem þau eru með sauðfjárbú, ferðaþjónustu og hross í fjölskyldurekstri með foreldrum Elvars og systkinum. 
Meira

Val á manni ársins 2024 í Austur-Húnavatnssýslu

Á vefsíðunni huni.is segir að líkt og undanfarin 19 ár býður Húnahornið lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu. Húni biðlar til lesenda að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil. Hver og einn getur sent inn eina tilnefningu og er jafnframt óskað eftir ástæðu tilnefningarinnar. Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu getur verið einstaklingur eða hópur manna.
Meira