Ásgeir á tónleikarúnti
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
17.05.2024
kl. 11.47
Tónlistarmaðurinn snjalli frá Laugarbakka, Ásgeir Trausti, heldur af stað í Einför um Ísland í lok júní og lýkur rúntinum með tónleikum í Ásbyrgi á Laugarbakka 20. júlí. Hann hefur leik 27. júní í Landnámssetrinu í Borgarnesi en heldur síðan meðal annars tónleika í félagsheimilinu á Blönduósi 7. júlí. Lokatónleikarnir verða síðan í Háskólabíói 14. september.
Meira