Emma Katrín Íslandsmeistari í 2. deildinni í badminton
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
10.05.2024
kl. 12.42
Meistaramót Íslands í badminton fór fram í húsnæði Badmintonfélags Hafnarfjarðar við Strandgötuna í Hafnarfirði dagana 25.-27.apríl. Tindastóll sendi einn keppandi til leiks, Emmu Katrínu Helgadóttur en hún keppti í 2. deild, spilaði mjög vel og vann mótið sannfærandi án þess að tapa lotu. Hún vann þannig fyrsta Íslandsmeistaratitill Tindastóls í fullorðinsflokki í badminton.
Meira