Fréttir

Emma Katrín Íslandsmeistari í 2. deildinni í badminton

Meistaramót Íslands í badminton fór fram í húsnæði Badmintonfélags Hafnarfjarðar við Strandgötuna í Hafnarfirði dagana 25.-27.apríl. Tindastóll sendi einn keppandi til leiks, Emmu Katrínu Helgadóttur en hún keppti í 2. deild, spilaði mjög vel og vann mótið sannfærandi án þess að tapa lotu. Hún vann þannig fyrsta Íslandsmeistaratitill Tindastóls í fullorðinsflokki í badminton.
Meira

Starfsfólk SSV heimsótti kollegana í SSNV

Sagt er frá því á heimasíðu SSNV að starfsfólk frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hafi heimsótt starfssystkini sín á Norðurlandi vestra nú í vikunni. „Við áttum tvo góða og skemmtilega daga saman þar sem við ræktuðum tengsl og ræddum saman um verkefni og áskoranir landshlutasamtaka,“ segir í fréttinni.
Meira

Nemendur unnu að landafræðisýningu af metnaði

Það styttist í skólaárinu en það er alltaf líf og fjör í skólunum. Nú í lok apríl var sagt frá því á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra að nemendur í landafræði á miðstigi höfðu unnið hörðum höndum að kynningum vikurnar á undan en þá hafði hver nemandi valið sér land og í framhaldinu útbúið kynningarefni um landið og loks var haldin sýning. Margir höfðu fundið til muni frá löndunum, buðu upp á tónlist og góðgæti.
Meira

Líklega kosið um sameiningu 8.-22. júní

Feykir sagði frá því fyrir viku að Húnabyggð og Skagabyggð hefðu samþykkt að ganga til kosninga í júní um sameiningu sveitarfélaganna. Að líkindum fer kosning fram dagana 8.-22. júní. Ef sameining verður samþykkt þá mun hún taka gildi 1. ágúst 2024. Síðastliðinn sunnudag var opinn fundur í Skagabúð fyrir íbúa Skagabyggðar þar sem sameiningarmál voru m.a. rædd.
Meira

„Það eina sem ég hugsaði um var að klára þetta færi“

Feykir spurði Elísu Bríeti Björnsdóttur, Skagstrendinginn unga, nokkurra spurninga að loknum leik Tindastóls og Fylkis sem fram fór í dag en hún átti enn einn flotta leikinn og var t.d. valin maður leiksins á Fótbolti.net. Elísa Bríet gerði fyrsta mark leiksins og þar með fyrsta mark sitt í Bestu deildinni.
Meira

Öruggur sigur Stólastúlkna á liði Fylkis

Lið Tindastóls og Fylkis mættust í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag en leikið var á Greifavellinum á Akureyri vegna vallarvesenis á Króknum. Ekki virtist Akureyrarferð sitja í Stólastúlkum eða það að spila á Greifavellinum – enda hver elskar ekki Greifann? Fylkir kom upp úr Lengjudeildinni síðasta haust og hafði farið vel af stað á tímabilinu, höfðu ekki tapað leik. En þær lutu í Greifagras í dag og máttu þola 3-0 tap gegn skemmtilegu liði Tindastóls.
Meira

Húni er mættur á svæðið í 45. sinn

Út er komið ársrit Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, Húni, en þettu mun vera 45. árgangur ritsins. Í Húna eru birtar fréttir síðasta árs úr öllum „gömlu sveitarfélögunum“ sem mynda Húnaþing vestra og minnst þeirra sem létust á síðasta ári á svæðinu. Einnig eru í ritinu frásagnir, ljóð og annar fróðleikur úr héraði.
Meira

Hagnaður ársins 2023 hjá KS var 5,5 milljarðar króna

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð þriðjudaginn 23. apríl. Á áttunda tug manna sátu fundinn en kjörnir fulltrúar voru eitthvað á sjötta tuginn auk starfsmanna og gesta. Ekki lágu stórar ákvarðanir fyrir fundinum en fram kom að KS skilaði 5,5 milljarða króna hagnaði árið 2023 en eignir kaupfélagsins voru bókfærðar á 88,6 milljarða í árslok 2023 og eigið fé nam 58,6 milljörðum.
Meira

Í syngjandi sveiflu – ennþá og að eilífu

Sveiflukóngurinn 80 ára var titillinn á stórtónleikum með lögum eftir Geirmund Valtýsson sem haldnir voru í Eldborgarsal Hörpu 6. apríl síðastliðinn. Geirmundur varð síðan 80 ára þann 13. apríl en ferill Geirmundar spannar töluvert fleiri áratugi en blaðamaður hefur verið til. Í tilefni af öllu þessu var ekki annað hægt en að hitta Geirmund og spjalla við kappann um ferilinn, lífið og Hörpu. Verslunarmannahelgarböllin, þar sem voru 700 manns á föstudegi, 1.000 manns á laugardegi og aftur 700 á sunnudegi, voru frábær og svo voru seldir 1.700 miðar í Miðgarð Landsmótshelgina 1971. Það var svo mikil traffík á böllunum frá 1974-1980. Þetta er tíminn sem stendur upp úr hjá Geirmundi en þó rifjast margt skemmtilegt upp frá ferlinum sem einhver ykkar hafa kannski heyrt eða lesið áður en aldrei er góð vísa of oft kveðin.
Meira

Rusl plokkað um allan Skagafjörð

Umhverfisdagur Fisk Seafood var laugardaginn 4. maí sl. og hefur aðsóknin aldrei verið meiri. Fjöldi fólks plokkaði rusl um allan Skagafjörð og var ræst til verks á slaginu tíu.
Meira