Fréttir

Þórir Guðmundur og Eva Rún valin best í vetur

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Tindastóls var haldið á Kaffi Krók síðastliðið föstudagskvöld og þar var gert upp sögulegt tímabil þar sem karlaliðið stóð ekki undir væntingum en kvennaliðið daðraði við að komast í efstu deild í fyrsta sinn á öldinni. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Eva Rún Dagsdóttir voru valin bestu leikmennirnir af samherjum sínum.
Meira

Vor á ný er fínasta fínt með Slagaarasveitinni

Hið þverhúnvetnska gæðaband, Slagarasveitin, sem skipað er mönnum á besta aldri, sendi í fyrrahaust frá sér samnefnda tólf laga breiðskífu. Útgáfunni fylgdi sveitin eftir með stórtónleikum í Iðnó í Reykjavík 22. september og daginn eftir stigu þeir á svið í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Platan er fáanleg á föstu formi en ekki á Spotify en þangað hafa þeir félagar týnt eitt og eitt lag af plötunni og nú í byrjun maí streymdu þeir laginu Vor á ný.
Meira

Velkomin heim - Helga Einarsdóttir

Helga Einarsdóttir er yngst þriggja systra, dóttir Lillu frá Stóru Seylu, sem kannski ekki allir vita að heitir Margrét Erna Halldórsdóttir, og Einars Sigurjónssonar sem flutti ungur í Skagafjörðinn úr Garðabænum. Betri helmingur Helgu er hrein- ræktað borgarbarn og heitir Daníel Fjeldsted og eru börnin tvö, Kolbrún Ósk 4 ára og Viktor Einar 2 ára. Helga og Danni eins og hún kallar hann fluttu „heim“ í Helgu tilfelli fyrir rétt tæpu ári síðan. Helga er rekstrarverkfræðingur og starfar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Meira

Minni halli á Skagaströnd en áætlanir gerðu ráð fyrir

Húnahornið segir frá því að Sveitarfélagið Skagaströnd hafi skilað 46,8 milljón króna neikvæðri rekstrarniðurstöðu í fyrra en síðari umræða um ársreikning sveitarfélagsins 2023 fór fram á sveitarstjórnarfundi þann 10. maí sl. Niðurstaðan var þó 8,7 milljónum króna betri en áætlun með viðaukum haft gert ráð fyrir.
Meira

Vantaði upp á orkustigið og stemninguna

„Þetta var ekkert sérstakur leikur af okkar hálfu og við getum betur, sérstaklega með boltann,“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna þegar Feykir spurði hann út í bikarleikinn gegn liði Þórs/KA sem fram fór í gær en Akureyringar höfðu betur 1-2. „Vissulega spila aðstæður stóran þátt því það var mikill vindur á annað markið. En jafnvel með vindinum fannst mér pláss til að gera betur. Úrslitin voru svekkjandi og sanngjörn en frammistaðan er það sem við horfum í og þar viljum við gera betur.“
Meira

Gjöf foreldrafélagsins til Leikskóla Húnabyggðar

Á dögunum afhenti Foreldrafélag Leikskóla Húnabyggðar leikskólanum að gjöf tvær barnakerrur fyrir 4-6 börn. Í tilkynningu frá Foreldrafélagi Leikskóla Húnabyggðar segir að hugmyndin sé að þær nýtist sérstaklega yngstu deild leikskólans sem nú er til húsa við Húnabraut 6 og auðveldi þannig heimsóknir þeirra upp í aðalbyggingu leikskólans. Ein 6-barna kerra hefur nú þegar verið afhent og von er á annarri 4-barna kerru í sendingu á komandi vikum.
Meira

„Get talað endalaust um kaffi“

Vala tekur á móti blaðamanni Feykis á heimili sínu, Páfastöðum 2 í Skagafirði, þar sem þær Vala Stefánsdóttir og Rannveig Einarsdóttir hafa búið sér fallegt heimili og eru langt komnar með að útbúa litla kaffibrennslu í skúrnum sem á sumum heimilum er byggður fyrir bíla. Vala hefst strax handa við að útbúa kaffi handa blaðamanni, sem er venjulegur leikmaður þegar kemur að kaffi – kaupir Grænan Braga í búðinni og hellir upp á kaffi í venjulegri kaffivél og hellir því svo á brúsa, drekkur það svo svart og sykurlaust. Það er ekki ferlið sem Vala tekur blaðamanninn með sér í. Hún byrjar á að setja kaffibaunir í kvörn, sem koma frá samnefndu fyrirtæki, Kvörn, sem Vala er hluthafi í. Hún hellir „upp á gamla mátann“ eins og blaðamaður hefur heyrt sagt um aðferðina hennar Völu. Hún malar kaffið í kvörninni og hellir svo soðnu vatni yfir það. Það er kúnst, því bleyta þarf fyrst upp í öllu kaffinu og hægt er að segja til um ferskleika kaffisins eftir loftbólumynduninni þegar vatnið fer yfir kaffið. – Það er vel hægt að fullyrða að fyrir Völu er kaffi ekki bara kaffi.
Meira

Lagfæringar á gervigrasvellinum komnar á fullt

Það horfir til betri vegar á gervigrasvellinum á Króknum en hann varð fyrir skemmdum fyrir um fjórum vikum síðan í all harkalegum vorleysingum. Viðgerðir hófust í gærmorgun en í frétt á síðu Skagafjarðar segir að á meðan á viðgerðum stendur verður hluta vallarins lokað en hægt verður að æfa á þeim hluta sem ekki varð fyrir skemmdum.
Meira

Útboð á nýrri leikskólabyggingu Húnabyggðar

Húnabyggð óskar eftir tilboðum í uppsetningu og afhendingu á ca. 650-700 m2 leikskóla úr húseiningum, timbur- eða gámaeiningum til leigu á lóð við hlið núverandi leikskóla að Hólabraut 17 með kaups­réttar­ákvæðum. Í byggingunni verða fjórar leikskóladeildir.
Meira

Stólastúlkur dottnar út eftir hörkuleik gegn sameinuðum Akureyringum

Tindastóll og Þór/KA mættust á Dalvíkurvelli í hádeginu í dag í fyrsta leiknum í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Nokkur vindur var og einstaka slyddubakki gekk yfir Eyjafjörðinn meðan á leik stóð og lék vindurinn nokkuð hlutverk í því hvernig leikurinn þróaðist. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og leiddu gestirnir í Þór/KA 1-2 í hálfleik en ekki tókst liðunum að skora í þeim síðari þrátt fyrir sénsa á báða bóga.
Meira