Leigja út borðspil og púsl
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.03.2024
kl. 14.24
Á Héraðsbókasafni Skagfirðinga er nú hægt að leiga út bæði púsl og alls konar borðspil sér til dægrastyttingar og því um að gera að nýta þessa þjónustu. Það eina sem þarf að gera er að kaupa bókasafnskort og kostar árskortið aðeins 2800 kr. en eldri borgarar, öryrkjar, börn og unglingar upp að 18 ára aldri fá frítt. Margir einstaklingar og fjölskyldur byrjuðu að púsla og spila þegar heimsfaraldurinn herjaði á landann, sem er eitt af því jákvæða sem kom út úr þessari ósköp, en að spila á spil/borðspil eða púsla er bæði góð heilaleikfimi og frábær leið til þess að eiga gæðastund með fjölskyldunni, já eða vinum.
Meira
