Katrín heimsækir Norðurland vestra

Katrín Jakobsdóttir hefur verið á meðal þriggja efstu í könnunum. MYND AF FB
Katrín Jakobsdóttir hefur verið á meðal þriggja efstu í könnunum. MYND AF FB

Fyrstu kappræður þeirra tólf frambjóðenda sem stefna á Bessastaði fóru fram í Sjónvarpinu sl. föstudag og vöktu talsverða athygli og gott áhorf. Nú eru tæpar fjórar vikur til kjördags og því eru forsetaefnin komin á fulla ferð í eltingaleiknum um atkvæði kjósenda. Katrín Jakobsdóttir er mætt til leiks og er á ferð um landið en næstu tvo daga verður hún á Norðurlandi vestra; fundar á Blönduósi og Sauðárkróki miðvikudaginn 8. maí og á Hvammstanga degi síðar.

Katrín, sem eins og allir ættu að vita hefur gegnt embætti forsætisráðherra síðustu 6-7 ár, mætir fyrst til leiks í Glaðheima á Blönduósi kl. 17:00 þar sem verður opinn fundur og kaffi. Hún verður síðan í Félagsheimilinu Ljósheimum, skammt sunnan Sauðárkróks, kl. 20:00 og þar verður sömuleiðis opinn fundur og kaffi. Á hádegi fimmtudags (12:00) verður Katrín síðan með opinn fund í Safnaðarheimilinu á Hvammstanga þar sem gestir geta gætt sér á súpu og spjallað.

„Einstakt tækifæri til að ræða forsetaembættið og framtíð þjóðarinnar,“ segir í auglýsingu fyrir fundina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir