Stólarnir sóttu stig í Hafnarfjörðinn í gær

Drungilas stigahæsti leikmaður Tindastóls á móti Haukum. MYND: DAVÍD MÁR
Drungilas stigahæsti leikmaður Tindastóls á móti Haukum. MYND: DAVÍD MÁR

Gleðitíðindi gærdagsins voru þau að Stólarnir unnu Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirðinum, lokastaðan 100-93. Stigaskor Stólanna var þannig að Adomas setti niður 27 stig, Þórir var með 23 stig, Callum var með 16 stig, Davis með 12, Jacob með 11 stig, Pétur og Keyshawn með fjögur stig hvor og svo setti Ragnar niður þrjú stig. 

Eftir leikinn sitja Stólastrákar í 7. sæti með 20 stig eftir 19 leiki en það á einnig við um Álftanes sem situr í 6. sæti. Aftur á móti er liðið í 8. sæti, Höttur, með 18 stig eftir 18 leiki og á því leik til góða. Stólarnir eiga aðeins þrjá leiki eftir í Subway-deildinni áður en úrslitakeppnin byrjar og eiga þeir næsta leik á móti Þór Þorlákshöfn í Síkinu fimmtudag 14. mars kl. 19:15. Nú er um að gera að fylla Síkið og hvetja strákana til sigurs. 

Áfram Tindastóll

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir