Fréttir

Vonast til að dragi til tíðinda upp úr áramótum

Feykir forvitnaðist um stöðuna á fyrirhuguðum húsnæðismálum Háskólans á Hólum á Sauðárkróki en eins og sagt hefur verið frá þá er stefnt að því að byggja upp rannsókna- og kennsluhúsnæði fyrir lagareldiskennslu við Borgarflöt 35. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor á Hólum segir að nú standi yfir vinna við deiliskipulag og gera megi ráð fyrir að henni ljúki um áramótin. Þá sé mikilvægt að vinna við gerð útboðsgagna hjá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum haldi áfram þannig að ekki verði óþarfa frestun í janúar.
Meira

Nemendur Fornverkaskólans létu hendur standa fram úr ermum

Dagana 30. ágúst-1. september sl. var haldið torfhleðslunámskeið á Minni-Ökrum. Í færslu á Facebook-síðu Fornverkaskólans segir að viðfangsefni námskeiðsins hafi verið að halda áfram með torfvegg sem byrjað var að hlaða upp á námskeiði fornverkaskólans í fyrra.
Meira

Bjarni og Soffía til liðs við knattspyrnudeild Tindastóls

Í tilkynningu frá barna og unglingaráði knattspyrnudeildar Tindastól segir að nú hafi borist liðsauki við það frábæra fólk sem fyrir starfar við deildina en það eru þau Bjarni Stefán og Soffía Helga sem eru mætt aftur í fjörðinn og kominn til starfa.
Meira

Stefnt á að vegaframkvæmdum í Hjaltadal verði lokið fyrir mánaðamót

Um mitt sumar ákvað ríkisstjórnin að spýta í lófana varðandi vegaframkvæmdir og meðal annars lofaði Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra að ráðist yrði í lagfæringar á veginum í Hjaltadal í Skagafirði sem var að margra mati hreinlega hættulegur. Átti framkvæmdum að vera lokið áður en Landsmót hestamanna yrði flautað á næsta sumar. Feykir spurðist í morgun fyrir um hvort einhver hreyfing væri á málum og sagði Stefán Öxndal Reynisson, vegtæknir hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki að sannarlega væri komin hreyfing á málin.
Meira

Straumlaust verður sólarhring fyrr en áður var auglýst

Rarik hefur flýtt áður auglýstu straumleysi í stórum hluta Húnabyggðar og á Skagaströnd, sem vera átti frá klukkan 23:00 fimmtudaginn 4. september og til 05:00 föstudaginn 5. september, um sólarhring.
Meira

Nóg um að vera hjá Skagfirðingasveit og nýr formaður

Það var nóg um að vera hjá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit um helgina en helgin hófst á afmælishátið sveitarinnar sl. föstudag. Upphaflega planið var þó að halda hátíðina í vor en vegna veikinda varð lítið úr störfum afmælisnefndar og því frestaðist viðburðurinn. Daginn eftir afmælisveisluna hélt sveitin svo með veltibílinn á Sveitasæluna í reiðhöllina Svaðastaði við mjög miklar vinsældir gesta sælunnar. 
Meira

Haustþing leikskólastarfsmanna á Norðurlandi vestra

Haustþing starfsfólks leikskóla á Norðurlandi vestra var haldið á Blönduósi þann 29. ágúst síðastliðinn. Þingið er haldið annað hvert ár og nú var komið að leikskólastjórum leikskóla í Húnavatnssýslum að halda þingið með dyggri aðstoð Farskólans. Þingið sóttu alls um 116 starfsmenn leikskólanna.
Meira

Næstflestar umsóknir bárust frá Norðurlandi vestra

Fjölmargar umsóknir bárust í viðskiptahraðalinn Startup Landið,  en umsóknarfresti lauk á miðnætti síðastliðinn sunnudag. Startup Landið er sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni. Markmiðið er að efla nýsköpun og skapa vettvang fyrir hugmyndir sem geta vaxið og dafnað á landsbyggðinni.
Meira

Sjö af 22 löxum sem bárust Hafró reyndust vera eldislaxar

Húnahornið segir af því að samkvæmt sameiginlegri tilkynningu Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa, þá hafa samtals 22 laxar borist Hafrannsóknastofnun og sýni úr þeim verið send til erfðagreiningar. Þar af eru sjö fiskar staðfestir eldislaxar og því 15 sem reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Miðfjarðará og Haukadalsá. Tilkynningar hafa borist um sex laxa til viðbótar með eldiseinkenni.
Meira

Sr. Gylfi Jónsson látinn

Sr. Gylfi Jónsson er látinn. Gylfi og Solveig Lára bjuggu á Hólastað þegar Solveig gengdi embætti vígslubiskups á Hólum á árunum 2012-2022. Gylfi starfaði í gamla Hofsóss- og Hólaprestakalli og var hægri hönd konu sinnar og mikill gleðigjafi hvar sem hann kom. Hann stjórnaði m.a söngstundum á dvalarheimilinu á Sauðárkróki allt upp í vikulega meðan hann bjó í Skagafirði. Það er margs að minnast og margs að sakna.
Meira