Fréttir

Stólastúlkur máttu sætta sig við tap gegn liði Grindavíkur

Stólastúlkur mættu liði Grindavíkur seinni partinn í gærdag í Síkinu en lið Tindastóls var fyrir leikinn í fimmta sæti deildarinnar en gestirnir í því neðsta. Heimastúlkur hafa átt í basli í síðustu leikjum; höfðu tapað fyrir liðum Vals og Þórs í deildinni og Njarðvík í bikar. Taphrinan hófst í kjölfar þess að sérfræðingar í setti á Stöð2Sport fóru að gæla við það að lið Tindastóls gæti orðið Íslandsmeistari. Í gær höfðu Grindvíkingar betur í jöfnum leik, svöruðu hverju áhlaupi Stólastúlkna í lokafjórðungnum og höfðu betur, 72-80.
Meira

Kjúklingapasta og heimabakað hvítlauksbrauð | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 6, 2024, var Steinunn Gunnsteinsdóttir og er maðurinn hennar Jón Eymundsson. Þau búa í Iðutúninu á Króknum og eiga þrjú börn. Steinunn starfar hjá Upplýsingamiðstöðinni á Króknum sem staðsett er í 1238 húsinu og Jón starfar hjá K-Tak. ,,Góður pastaréttur slær alltaf í gegn á okkar heimili og ennþá betra þegar við bætum við heimabökuðu hvítlauksbrauði."
Meira

Þægilegur sigur á pirruðum afmælisgestum úr Grindavík

Það var tvihöfði í Síkinu í gær; lið Tindastóls og Grindavíkur mættust bæði í kvenna- og karlaflokki. Eftir að kvennaliðið, sem er ekki alveg í stuði þessa dagana, tapaði sínum leik þá sendu strákarnir stuðningsmenn Stólanna káta heim því þeir unnu næsta auðveldan sigur á gestunum, sem leiddu 2-3 en síðan ekki söguna meir. Það var þó ekki fyrr en á lokamínútunum sem Stólarnir skildu gestina eftir í reykjarmekki en lokatölur voru 97-79,
Meira

Farskólinn með spennandi og fjölbreytt námskeið nú á vorönn

Farskólinn býður upp á spennandi námskeið á vorönn 2025 en þau eru blanda af vefnámskeiðum sem hægt er að sækja hvaðan sem og staðnámskeiðum sem eru í boði á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Námskeiðin hafa aldrei verið fleiri eða fjölbreyttari en í ár og eru öllum opin. Eins og áður eru þau gjaldfrjáls fyrir félagsmenn stéttarfélaganna Öldunnar, Kjalar, Sameykis, Samstöðu og Verslunarmannafélags Skagafjarðar segir á huni.is
Meira

Yngri Stólastúlkur fá kærkomin tækifæri í Kjarnafæðimótinu

Kvennalið Tindastóls hefur spilað þrjá leiki í Kjarnafæðimótinu nú síðustu vikurnar en mótið hófst fyrri partinn í desember. Liðin eru oftar en ekki þunnskipuð á þessum árstíma, erlendir leikmenn sjaldnast mættir til æfinga fyrr en um það leyti þegar Lengjubikarinn hefst í febrúar og alvara Íslandsmótsins nálgast.
Meira

Frábært framtak og til eftirbreytni

Farskólinn á Sauðárkróki byrjaði nú fyrir stuttu að kenna 31 manna hópi starfsmanna FISK íslensku. Hópurinn skiptist í þrjá hópa, tvo fyrir byrjendur og einn fyrir þá sem eru lengra komnir. Ekki er langt síðan fólk sótti íslenskunámskeið, fékk reikninga og sótti síðan í stéttarfélög til að greiða námskeiðið niður. Nú eru fleiri fyrirtæki, t.d Sveitarfélagið, HSN og FISK og fl. Farin að borga námskeiðin fyrir starfsfólk.
Meira

Skaplegt veður næstu daga en smá vindskot í dag

Veðurútlit næstu daga er með ágætum ef mið er tekið af árstímanum. Í dag verður þó skipt úr frosti yfir í allt að sex stiga hita þegar líður á daginn. Vaxandi hita fylgir nokkur vindstrengur og þá þykknar upp en bjart er framan af degi. Ekki er spáð úrkomu en vindur gæti hlaupið í um 15 m/sek þegar verst lætur en sums staðar eitthvað meira.
Meira

Þorramatur er ekki skemmdur matur!

Þegar ég prufaði að Googla orðið þorramatur þá var mér bent á pistil á síðunni hjá alberteldar.is en þar skrifar hann um þorramat. Þar segir Albert að orðið þorramatur sé ekki svo gamalt í málinu, innan við hundrað ára. Í nútímanum heyrist stundum að þorramaturinn sé skemmdur matur og ekki mönnum bjóðandi, ekki veit hann hvernig sá misskilningur varð til.
Meira

Elísa Bríet með sigurmarkið

Íslenska U17 stúlknalandsliðið í knattspyrnu tekur nú þátt í æfingamóti í Portúgal og eru fyrstu leikirnir í dag. Auk íslenska liðsins eru það Danmörk, Wales og heimaþjóðin Portúgal sem leiða saman hesta sína og fyrr í dag mætti íslenska liðið einmitt liði Portúgala og vann leikinn 1-2.
Meira

Handbendi brúðuleikhús hlýtur styrk úr Sviðslistasjóði

Þann 21. janúar var tilkynnt um úthlutun úr Sviðslistasjóði árið 2025. Úthlutað var 98 milljónum króna til 12 atvinnusviðslistahópa og að auki 102 mánuðum úr launasjóði sviðslistafólks.
Meira