Fréttir

Reiðsýning nemenda á Hólum laugardaginn 24. maí

Brautskráningarnemar til BS-prófs í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum munu ljúka námi sínu við skólann með glæsilegri reiðsýningu á aðalreiðvelli skólans laugardaginn 24. maí næstkomandi „Í augum flestra sem til þekkja markar reiðsýningin lokapunktinn í námi við hestafræðideild og stundin, þegar væntanlegir reiðkennarar klæðast bláa jakkanum í lok sýningar, er fyrir mörgum jafngildi brautskráningar,“ segir í frétt á vef Hóla.
Meira

Skagaströnd styrkir nemendur á framhalds- og háskólastigi

Nemendur á framhalds- og háskólastigi sem eiga lögheimili á Skagaströnd og fullnægja skilyrðum í reglum um námsstyrki til nemenda eiga rétt á styrk frá Sveitarfélaginu Skagaströnd samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Styrkirnir eru veittir til jöfnunar á námskostnaði fjarri heimabyggð.
Meira

Vatnshæð Blöndulóns ekki verið jafn há á þessum árstíma síðan í byrjun aldarinnar

Húnahornið segir frá því að vatnshæð Blöndulóns nálgast nú yfirfall og er staðan á lóninu gjörólík því sem hún var í fyrra. Vatnshæðin er nú um fjórum metrum hærri en í meðalári og sex metrum hærri en í fyrra sem var reyndar lélegt vatnsár.
Meira

Sundlaugin í Varmahlíð lokuð vegna viðhalds

Frá og með deginum í dag 19. maí verður sundlaugin í Varmahlíð lokuð vegna viðhaldsvinnu.
Meira

Oddaleikur í Síkinu á miðvikudaginn

Fjórði leikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígiu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta fór fram í kvöld í Garðabænum. Stólarnir fengu fljúgandi start en aðalmálið er víst að enda vel og það voru heimamenn í Stjörnunni sem voru sterkari á lokakaflanum og tryggðu sér þannig einn leik til. Það er því ljóst að Íslandsmeistarabikarinn fer á loft í Síkinu en aðeins spurning hvort liðið fær að taka við honum. Lokatölur í leiknum voru 91-86.
Meira

Hvíti riddarinn mátaði Stólana

Það var mikill markaleikur þegar Stólarnir heimsóttu Hvíta riddarann í Malbikunarstöðina að Varmá í gær í þriðju umferð 3. deildar. Það var þó verra að það voru heimamenn sem gerðu fleiri mörk en lið Tindastóls og 5-3 sigurinn var Mosfellinga. Fyrir leikinn voru þetta tvö efstu lið deildarinnar en Hvíti riddarinn trónir nú á toppnum en Stólarnir duttu niður í þriðja sætið.
Meira

Þrjú stig sóttu Stólastúlkur á Víkingsvöllinn

Stólastúlkur hafa heldur betur átt fína viku í fótboltanum. Eftir mergjaðan sigur í framlengdum bikarleik gegn Stjörnunni í Garðabæ í byrjun vikunnar þá fóru þær á annan erfiðan útivöll í dag, Víkingsvöllinn, þar sem lið Víkings beið þeirra. Heimastúlkum var spáð góðu gengi í sumar en voru líkt og Stólastúlkur með aðeins þrjú stig eftir fimm umferðir. Það var því nokkuð undir í dag og það voru gestirnir að norðan sem nýttu færin og unnu 1-4.
Meira

Ekki sóttu Húnvetningar gull í greipar Ægis

Það er rokk og ról í 2. deild karla í knattspyrnu en 3. umferðin var spiluð í dag. Þá héldu Húnvetningar austur fyrir fjall og léku við lið Ægis í Þorlókshöfn. Fyrir leik stóð lið Kormáks/Hvatar betur að vígi með þrjú stig en heimamenn höfðu nælt í heilt eitt. Niðurstaðan varð sú Ægismenn lögðu gesti sína að velli í 3-1 sigri og skutust upp fyrir þá í deildinni.
Meira

Norska leiðin, stóra leiðréttingin | Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Nú er alþingi undirlagt af umræðum um veiðigjöld, ríkisstjórnin ætlar að leiðrétta veiðigjöldin með norskri nálgun og er það athyglivert og skiptar skoðanir eins og glöggt má sjá þessa dagana. Þessa stóru leiðréttingu er verið að keyra áfram svo hún nái fram að ganga sem allra fyrst, fyrir ríkiskassann og þjóðina að sjálfsögðu.
Meira

Sterkari innviðir og vaxandi starfsánægja þrátt fyrir áskoranir

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) fór fram í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 13. maí 2025. Þar voru kynntar niðurstöður fyrir rekstrarárið 2024. Í fréttatilkynningu frá HSN segir að þrátt fyrir áskoranir í rekstri hafi þó orðið mjög jákvæð þróun í starfsemi, þjónustu og mannauðsmálum sem gefur tilefni til bjartsýni fram veginn.
Meira