Holtavörðuheiðin opin á ný eftir lokun vegna vatnavaxta
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.01.2025
kl. 10.22
Töluvert vatnsveður og ekki hvað síst hlýindi hafa haft áhrif á færð nú síðasta sólarhringinn. Þannig má merkja á umferðarkorti Vegagerðarinnar að loka þurfti Holtavörðuheiðinni í nótt þar sem ræsi stíflaðist og bjarga þurfti ferðalöngum eftir að bílar þeirra fóru á kaf við Kattarhrygg. Þá er Vatnsnesvegur að vestanverðu ófær þar sem mikið efni hefur runnið úr veginum. Aðrir vegir eru nú færir og var Holtavörðuheiði opnuð fyrir umferð rétt í þessu.
Meira