Fréttir

Úrslit opna Fiskmarkaðsmótsins á Skagaströnd

Tilkynning frá Golfklúbbi Skagastrandar
Meira

Vígslubiskup kjörinn

Gísli Gunn­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Glaum­bæ í Skagaf­irði, hef­ur verið kjör­inn vígslu­bisk­up á Hól­um.
Meira

Önnur ljóðabók Sverris Magnússonar komin út

Ljóðabók Sverris Magnsússonar, Í dagsins önn, er komin út.
Meira

HSN Blönduósi glímir við Covid

Fram kemur á huni.is að aukin Covid smit séu á sjúkradeild HSN Blönduósi og að deildin verði þar af leiðandi með lokað fyrir heimsóknir næstu viku. Einnig er mælst til að halda heimsóknum í lágmarki á öðrum deildum stofnunarinnar.
Meira

Nýr hjólastóll gefinn í minningu Herdísar Einarsdóttur

Nú nýverið færðu Hollvinasamtök HSB Heilbrigðisstofnunninni á Blönduósi nýjan hjólastól. Stóllinn er gefinn í minningu Herdísar Einarsdóttur, en hún starfaði við stofnunina í hartnær 50 ár.
Meira

Stórsigur Stólanna á Stokkseyri

Tindastólsmenn skelltu sér suður í gær og léku við lið heimamanna á Stokkseyri í sjöundu umferð B-riðils 4. deildar. Það er skemmst frá því að segja að Stólarnir buðu upp á markaveislu og sáu heimamenn í liði Stokkseyrar aldrei til sólar í leiknum því Jóhann Daði kom gestunum yfir á fyrstu mínútu og þegar upp var staðið hafði markvörður heimamanna hirt boltann níu sinnum úr netinu. Lokatölur því 0-9.
Meira

Elín Berglind ráðin aðstoðarleikskólastjóri Leikskólans Ársala

Elín Berglind Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Leikskólans Ársala og mun hún hefja störf þann 15. ágúst næstkomandi. Elín Berglind tekur við stöðunni af Sólveigu Örnu Ingólfsdóttur, sem var nýlega ráðin leikskólastjóri við Leikskólann Ársali.
Meira

Trostan Agnarsson ráðinn skólastjóri Varmahlíðarskóla

Trostan Agnarsson hefur verið ráðinn skólastjóri við Varmahlíðarskóla og mun hefja störf við upphaf næsta skólaárs þann 1. ágúst næstkomandi. Alls bárust tvær umsóknir um starfið.
Meira

Auglýst eftir tillögum um byggðamerki

Húnabyggð auglýsti í Fréttablaðinu um helgina eftir tillögum um nýtt byggðamerki og skal það hafa tilvísun í áberandi einkenni í náttúru svæðisins, sögu og ímynd. Skilyrði er að merkið hafi skjaldarlögun og sé í samræmi við meginreglur skjaldarmerkjafræðinnar, og er þá vísað til reglugerðar um byggðarmerki. Tillögum skal skilað í tveimur útfærslum, í lit og í svart/hvítu, sett upp á A4. Jafnframt skal fylgja lýsing á merkingu og meginhugmyndum.
Meira

ÓB-mótið tókst með ágætum þrátt fyrir kuldabola og bleytu

Nú um liðna helgi fór ÓB-mótið í knattspyrnu fram á Króknum. Þátttakendur voru 10 ára gamlar stúlkur sem komu víðs vegar að af landinu. Mótið heppnaðist með miklum ágætum, þátttakendur voru tæplega 700 og komu frá 23 félögum sem tefldu fram alls 110 liðum. Veðrið var reyndar ekki upp á marga fiska, örfá hitastig, norðanátt og rigning mestan partinn og sennilega hafa margir sárvorkennt þátttakendum að þurfa að standa í tuðrisparki við þessar aðstæður.
Meira