Fréttir

Sameiginlegir framboðsfundir í Skagafirði

Þrír sameiginlegir framboðsfundir til kosninga í sameiginlegu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar verða haldnir á næstu dögum. Vert er að hvetja íbúa til að mæta og kynna sér málefni flokkanna og fyrir hvað þeir standa.
Meira

Maí er nýr skoðunarmánuður fyrir ferðavagna, fornbíla og bifhjól

Á heimasíðu Samgöngustofu er vakin athygli á reglugerðarbreytingu þar sem skoðun ökutækja í ákveðnum ökutækja- og notkunarflokkum hefur fengið nýjan skoðunarmánuð.
Meira

Seldu handgerð kort til styrktar Úkraínu

Fyrir skömmu færðu fjórar duglegar stúlkur Rauða krossinum söfnunarfé til aðgerðanna sem samtökin standa fyrir í Úkraínu.
Meira

Ferðaþjónusta í Skagafirði

Hvað veldur því að við fáum ekki enn fleiri ferðamenn í Skagafjörð þrátt fyrir allar náttúruperlurnar sem við höfum, fjölbreytta útivistarmöguleika og marga áhugaverða staði sem hægt er að heimsækja og skoða?
Meira

Lið Ýmis hafði betur eftir vítaspyrnukeppni

Það var spilaður fótbolti á Króknum í gær þrátt fyrir kuldabola og norðanderring. Lið Tindastóls og Ýmis mættust þá á gervigrasinu í úrslitakeppni C-deildar Lengjubikarsins. Þrátt fyrir slatta af tækifærum tókst liðunum ekki að koma boltanum í mörkin tvö í venjulegum leiktíma og þurfti þá að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar höfðu gestirnir úr Kópavogi betur og sigruðu 2-4.
Meira

Opnun kosningaskrifstofu Sjálfstæðismanna og óháðra

Fimmtudaginn 28. apríl s.l. opnuðu Sjálfstæðismenn og óháðir á Blönduósi og í Húnavatnshreppi kosningaskrifstofu sína í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Meira

Viljinn getur framkvæmt hið ómögulega

Halló, ég heiti Najib, frá borginni Rastan í Homs héraði í Sýrlandi. Ég fæddist inn í fábrotna fjölskyldu sem hafði það í meðallagi gott. Ég stundaði nám á rafmagnsbraut og lauk stúdentsprófi.
Meira

Pétur Pan og Fyrsti kossinn áhugaverðustu leiksýningar ársins

Sýning Leikflokks Húnaþing vestra á Pétri Pan var valin sú áhugaverðasta á leiktímabilinu hjá áhugaleikfélagi innan Bandalags íslenskra leikfélaga, ásamt Fyrsta kossinum í uppsetningu Leikfélags Keflavíkur, en valið var tilkynnt á hátíðakvöldverði á aðalfundi BÍL í gærkvöldi.
Meira

Goodbye Yellow Brick Road í uppáhaldi / JÓN ÓLAFS

Jón Ólafsson, tónlistarmaður, fæddist á Íslandi á síðustu öld. Kappinn er reyndar ekki tengdur Norðurlandi vestra á nokkurn hátt en á margar góðar minningar frá því að spila á sveitaböllum í Miðgarði, á Blönduósi og víðar á svæðinu. Óhætt er að fullyrða að hann hafi haft fingurna á kafi í tónlistarlífi Íslendinga frá því um mitt eitís þegar hann og Stefán, vinur hans og gítarleikari Hjörleifsson, dúkkuðu upp sem Possibillies og sungu um móðurást.
Meira

Saga hrossaræktar – félagskerfið, önnur grein :: Kristinn Hugason skrifar

Nú skal ofinn áfram þráðurinn frá síðustu grein þar sem fjallað var um stofnun fyrsta hrossaræktarfélagsins og hugmyndina að baki þess sem byggist á Norður-Evrópska eða Skandinavíska ræktunarmódelinu sem er við lýði enn í dag og er í raun grunnurinn að sameiginlegu skýrsluhaldi og útreikningi á kynbótamati. Þó staða hrossaræktarfélaganna hafi gerbreyst frá því er var.
Meira