Fréttir

Menningarhús á Sauðárkróki :: Leiðari Feykis

Það kom fram í Sæluvikusetningarávarpi Sigfúsar sveitarstjóra í Skagafirði að innan skamms mætti búast við því að hönnun og framkvæmdir menningarhúss á Sauðárkróki geti farið af stað í kjölfar undirritunar samnings á milli sveitarfélaganna og ráðherra menningar- og fjármála, eins og hægt er að lesa um í Feyki vikunnar. Þetta eru afar góðar fréttir og vissulega við hæfi að segja frá þeim í upphafi menningarhátíðar Skagfirðinga.
Meira

Tiltektardagur á Skagaströnd

„Nú er vorið loksins komið og ýmislegt sem kemur undan vetri víðsvegar um bæinn,“ segir í tilkynningu frá sveitarstjóranum á Skagaströnd en Alexandra minnir íbúa á að sveitarfélagið stendur fyrir tiltektardegi laugardaginn 30. apríl þar sem bæjarbúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið!
Meira

Barnvænn Skagafjörður

Eitt af grundvallaratriðum okkar í lífinu er að börnunum líði vel. Því er svo mikilvægt að hlúa vel að okkar yngsta fólki og skapa þeim umhverfi þar sem þau fá að njóta sín.
Meira

Reynist Basi vera markahrókur?

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við Jordán Basilo Meca, sem er iðulega kallaður Basi, um að leika með karlaliðinu í 4. deildinni í sumar. Basi er 24 ára sóknarmaður frá Spáni og er von á honum á Krókinn í næstu viku.
Meira

Tindastólsmenn enn að í Lengjubikarnum

Tindastóll spilaði við lið Hamars í gær í 8 liða úrslitum í C-deild Lengjubikarsins og var spilað á Domusnovavellinum í Reykjavík. Hvergerðingar komust yfir um miðjan fyrri hálfleik en Stólarnir svöruðu að bragði og gerðu síðan sigurmarkið í síðari hálfleik en þá voru Króksararnir orðnir einum færri. Lokatölur því 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Karlakórinn Heimir með tónleika í kvöld

Sæluvikutónleikar Karlakórsins Heimis fara fram í Miðgarði í kvöld, fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:30. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Valmar Vӓljaots. Heimispiltar hafa æft stíft fyrir tónleikana og vænta þess að fólk fjölmenni í Menningarhúsið í Miðgarði. Á Facebook-síðu kórsins er þeim sem ekki nenna að standa í biðröð bent á að hægt er að nálgast miða í Olís Varmahlíð og Blómabúðinni á Sauðárkróki. Sama gamla góða miðaverðið, kr. 4000.
Meira

ByggðaListinn - Agnar H. Gunnarsson skrifar

Það vorar. Það er eitthvað unaðslegt við vorið, vorið er tími draumanna, þegar mannfólkið og öll náttúran vaknar til nýrra daga, nýrra möguleika. Nú er meira að segja kosningavor, sem er möguleikavor, möguleika til að breyta og gera eitthvað nýtt. Við hér í nýju sveitarfélagi í Skagafirði, þessu yndislega héraði okkar, kjósum í fyrsta skipti öll í sama sveitarfélagi og þá er um að gera að vanda sig.
Meira

Fallegur, góður og hátíðlegur dagur á Hvammstanga

Síðastliðinn þriðjudag fór fram vígsla á nýbyggingu fyrir grunnskóla og tónlistarskóla Húnaþings vestra. Í frétt á vef skólanna segir að flutt voru stutt ávörp og að sjálfsögðu var skellt í tónlistaratriði. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var viðstaddur athöfnina og talaði til nemenda og gaf sér svo tíma til að spjalla við þá og þá gafst nemendum tækifæri til að taka myndir af sér með forsetanum.
Meira

Deildarmeistararnir ljómuðu í Ljónagryfjunni

Ekki fór það nú svo að Tindastólsmenn þyrftu að brúka kúst og fæjó í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga í gærkvöldi þegar liðin áttust við í þriðja leik sínum í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Möguleikinn var fyrir hendi en heimamenn reyndust ekki hafa áhuga á því að fara í sumarfrí og voru einfaldlega betri en Stólarnir að þessu sinni og nældu í sanngjarnan sigur. Lokatölur voru 93-75 og það má því reikna með hamagangi og látum þegar liðin leiða saman hesta sína í fjórða leiknum sem fram fer í Síkinu nk. laugardagskvöld.
Meira

Hurðaskellir, gluggagægjar, heitar gellur og graðnaglar :: Leikfélag Sauðárkróks sýnir Nei ráðherra

Undirrituð skellti sér einu sinni sem oftar á leiksýningu nú í upphafi Sæluviku, enda áhugamanneskja um slíkar sýningar. Það liggur í loftinu að fólk er orðið menningarþyrst eftir svelti í þeim efnum um tveggja ára skeið, sem skilaði sér bæði í leikgleði og viðbrögðum áhorfenda. Á sviðið voru mættar sögupersónur í sköpunarverki Ray Cooney, sem ku vera konungur farsanna. Hurðafarsi sem stendur sannarlega undir nafni, því það er ekki nóg með að hurðum sé skellt heldur gluggum líka. Efnið er, eins og oftast í slíkum verkum, framhjáhald og misskilningur sem vindur upp á sig.
Meira