Tindastóll í úrslit! | UPPFÆRT
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.04.2022
kl. 22.18
Tindastóll og Njarðvík mættust í fjórða leiknum í rimmu liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Talið er að um 1200 manns hafi troðið sér í Síkið og fengu flestir eitthvað fyrir sinn snúð og rúmlega það. Leikurinn var æsispennandi en gestirnir byrjuðu betur. Stólarnir löguðu stöðuna í öðrum leikhluta en gestirnir leiddu í hálfleik, 45-47. Þriðji leikhlutinn reyndist Stólunum dýrmætur að þessu sinni og liðið náði undirtökunum í leiknum en gestirnir minnkuðu muninn í tvö stig, 77-75, þegar fjórar mínútur voru eftir. Stólarnir héldu vel á spöðunum síðustu mínúturnar og sigruðu að lokum, 89-83, og tryggðu sér þannig réttinn til að spila við Valsmenn í úrslitaeinvíginu. Þvílíka snilldin!
Meira
