Fréttir

Að eldast í Skagafirði, á öðru póstnúmeri en 550

Mig langar að benda á forgangsröðun og þau réttindi sem íbúar Skagafjarðar eiga að búa við en er því miður ekki enn búið að koma í forgang. Skagafjörður getur betur. Lög um grunnþjónustu félagsþjónustu fyrir aldraða á ekki að einangrast við póstnúmer. Lögin eru sett fyrir alla íbúa Íslands. Ef réttindi allra íbúa til grunnþjónustu samkvæmt lögum er ekki forgangsmál, hvað er það þá?
Meira

Skagaströnd fær úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna verkefna á Spákonufellshöfða

„Það er ánægjulegt að segja frá því að sveitarfélagið hlaut úthlutun úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða vegna 2022,“ segir á heimasíðu Skagastrandar. Styrkurinn er alls 15.207.648 kr. og er ætlaður til að bæta aðgengi og vernda fugla- og plöntulíf á Spákonufellshöfða með því að stýra ferðamönnum um ákveðin svæði og hvetja þá til að fara ekki af göngustígum.
Meira

Brúarstæðið á Laxá í Refasveit í landi Kollugerðis sem tilheyrir nú Syðra-Hóli

Brúarstæðið er litlu neðar en gamla Lestavaðið sem var alfaraleið fyrir tíma allrar brúagerðar. Gamla brúin sunnan við Syðra-Hól við svonefndan Rana var í notkun fram yfir 1970 í miklum halla og með erfiða aðkomu og illfær í snjóum og hálku. Mikill farartálmi á vetrum. „Nýja brúin“ er litlu austar gríðarlega há einbreið og með miklum halla til norðurs.
Meira

Íslandsbankasala fjármálaráðherra er ólögleg

Árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaráðherra fær þar m.a. heimild til að selja Íslandsbanka, að fenginni heimild í fjárlögum. Flokkur fólksins var eini flokkurinn á Alþingi sem var á sölunni á Íslandsbanka. Fármálaráðherra selur Íslandsbanka, enginn annar. Hann tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins, líkt og segir í lögunum. Hann ber ábyrgð á sölunni.
Meira

Liði Tindastóls spáð þriðja sæti í Lengjudeildinni

Lengjudeild kvenna í knattspyrnu hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum og í kvöld spila Stólastúlkur fyrsta leik sinn. Þá fá þær lið Grindavíkur í heimsókn í vetrarríkið hér fyrir norðan. Í spá Fótbolta.net sem kynnt var fyrr í vikunni var liði Tindastóls spáð þriðja sætinu í deildinni en Grindvíkingum því sjötta en það eru þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn félaga deildarinnar sáu um að spá. Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:30 og eru stuðningsmenn Tindastóls hvattir til að fjölmenna á völlinn.
Meira

Fundur aðgerðastjórnenda á Norðurlandi vestra

Aðgerðastjórnendur á Norðurlandi vestra hittust á Sauðárkróki seinnipart 5. maí síðastliðinn. Á fundinn mættu tuttugu manns frá björgunarsveitum, slökkviliðum, Rauða krossinum og lögreglu. Markmið fundarins var að efla samstarf á milli viðbragðsaðila á svæðinu.
Meira

Sigurður Ingi hefur tekið á móti nýrri Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur veitt nýrri Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra viðtöku. Í frétt á vef SSNV segir að í áætluninni séu teknar saman helstu áherslur landshlutans hvað samgöngu- og innviðamál varðar og er áætlunin uppfærð útgáfa fyrri áætlunar sem samþykkt var árið 2019.
Meira

Frá sveitasíma til snjalltækis

Í nútímasamfélagi hefur ákveðinn hluti samskipta og þjónustu færst yfir á netið og samfélagsmiðla og fréttir eru aðgengilegar allan sólarhringinn á netmiðlum. Símar og spjaldtölvur gegna stærra og stærra hlutverki í daglegu lífi okkar og sífellt bætast við nýjar leiðir til samskipta og fréttaflutnings. Þetta er gjörbreyttur veruleiki frá því samfélagi sem eldra fólk ólst upp við og lifði við á fullorðinsárum sínum.
Meira

Auðveldar okkur vinnuna, segir Guðmundur Haukur um kaup ríkisins á stjórnsýsluhúsnæði Blönduósbæjar

Dómsmálaráðherra hefur, með vilyrði fjármálaráðherra, ákveðið að ganga til viðræðna við Blönduósbæ um kaup á stjórnsýsluhúsnæði bæjarins að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að með kaupum á fasteigninni verði hægt að bæta nýtingu og auka hagræði í rekstri en ríkið á fyrir 1. og 3. hæð hússins sem er nýtt undir starfsemi sýslumannsins á Norðurlandi vestra og lögreglunnar.
Meira

Hjálmaafhending Kiwanis í Skagafirði verður á sunnudaginn

Kiwanisklúbbarnir í Skagafirði Freyja og Drangey munu afhenda öllum börnum í 1. bekk grunnskólanna í Skagafirði reiðhjólahjálma næstkomandi sunnudag klukkan 11 á skólalóð Árskóla á Sauðárkróki. Til stóð í upphafi að athöfnin færi fram á laugardeginum en var færð til vegna umhverfisdags Fisk Seafood sem fram fer á sama tíma víða í héraðinu.
Meira