Fréttir

Óveður og stórbrim - Þekking milli kynslóða „Hvað ungur nemur gamall temur“

Þau eru léttstíg sporin til baka um áratugi liðinnar aldar langt inn í liðna tíð þó ekki nema steinsnar í tíma. Árið er 1950. Aðfararnótt sunnudagsins 10. desember gekk norðan fárviðri yfir Norðurland með miklum áhlaðanda og stórbrimi. Hér á Króknum urðu miklir skaðar m.a. gróf undan nokkrum beitarskúrum, sem stóðu norðan við fyrrum híbýli og verkstæði Konráðs Þorsteinssonar og seinna íveruhús Pálma Jóns og Eddu.
Meira

Reynir Katrínar sýnir í Húnabúð

Föstudaginn 18. febrúar milli klukkan 16 og 18 opnar örgallerí í Húnabúð á Blönduósi sem nefnist Gallerí Hún. Listamaðurinn Reynir Katrínar verður sá fyrsti sem sýnir myndlistaverk sín þar.
Meira

Er að prufa að prjóna sokka í fyrsta skiptið

Guðrún Aníta Hjálmarsdóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki og flutti á Austurland vorið 2020 til þess að vinna í lögreglunni. Síðan þá er hún búin að kaupa hús á Eskifirði og er í sambúð með Ívari Birni Sandholt sem vinnur einnig í lögreglunni og eignuðust þau stelpu í byrjun ágúst 2021. Guðrún Aníta er aðallega að prjóna á börn í fjölskyldunni og svo núna á hennar eigið. Hún er reyndar byrjuð á tveimur fullorðinspeysum en þær eru ekki tilbúnar ennþá.
Meira

Bjarni Haraldsson - Minning

Það er með djúpri virðingu og þakklæti sem ég að leiðarlokum kveð tengdaföður minn Bjarna Haraldsson, kaupmann á Sauðárkróki. Bjarni hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu frá því að ég kynntist honum Lárusi Inga. Örfáum árum áður höfðu Dísa tengdamamma, sem þá var orðin ekkja og Bjarni hafið búskap. Ástarsaga Dísu og Bjarna er um margt sérstök, þau kynnast ung, þekkjast í áratugi og sennilega hefur hann Bjarni beðið lengi eftir henni Dísu sinni. Afrakstur ástar þeirra er hann Lárus minn sem naut þess í raun að eiga tvo feður, dásamlega menn sem báðir reyndust honum vel.
Meira

Bjartsýnn á að fjórða sætið verði í höfn í vor - Liðið mitt Guðmundur Sigurbjörnsson West Ham

Guðmundur Sigurbjörnsson, flokksstjóri hjá Vegagerðinni, er Hofsósingur í húð og hár og segist alltaf verða það þrátt fyrir að hann búi nú á Sauðárkróki. Hann heldur með hinu fornfræga liði járnsmiðanna við Thames ána í London, West Ham United en það var sjóðheitur leikmaður Kormáks Hvatar sem skoraði á Guðmund að svara spurningum í Liðinu mínu í Feyki.
Meira

Sírenuvæl og ljósagangur í tilefni 112 dagsins

112 dagurinn er haldinn hátíðlegur 11. febrúar ár hvert til að minna á neyðarnúmer allra landsmanna eins og segir á heimasíðu Neyðarlínunnar 112.is. Að þessu sinni er áhersla lögð á að vinna gegn hvers konar ofbeldi, en ofbeldishegðun hefur farið vaxandi þau tvö ár sem Covidfaraldurinn hefur geisað.
Meira

„Gaman að sjá alvöru stuðningsmenn Tindastóls vakna í gær,“ segir Baldur þjálfari

Tindastóll fékk Njarðvíkinga í heimsókn í Síkið á Sauðárkróki í gærkvöldi er liðin áttust við í Subway- deildinni í körfubolta. Fór svo eftir spennandi lokaleikhluta að gestirnir náðu undirtökunum og sigldu öruggum sigri í höfn 84 – 96 og kræktu sér þar með í efsta sæti deildarinnar með 22 stig, jafnmörg og ríkjandi Íslandsmeistarar Þór Þorlákshöfn.
Meira

Fráveita á Skagaströnd í útboð

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur óskað eftir tilboðum í fyrsta áfanga á fráveitu við Hólanes og Einbúastíg á Skagaströnd. Í verkinu felst vinna við sniðræsi fráveitu, frá Hólanesi til vesturs og norðurs meðfram Hólanesvegi og Strandgötu, allt að Einbúastíg, en þar opnast lögnin um bráðabirgðaútrás til sjávar vestan við Skagastrandarhöfn.
Meira

Edda Hlíf ráðin prestur í Þingeyrarklaustursprestakalli

Á heimasíðu Biskupsstofu kemur fram að sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hafi staðfest kosningu valnefndar sem vildi Skagfirðinginn Eddu Hlíf Hlífarsdóttur, mag. theol., til að gegna embætti sóknarprests í Þingeyraklaustursprestakalli í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.
Meira

Knattspyrnudeild Tindastóls með aðalfund í kvöld

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls og barna- og unglingaráðs deildarinnar verður haldinn í kvöld í Húsi frítímans að Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki. „Framtíðin fyrir knattspyrnudeildina er björt ef haldið verður rétt á spilunum en það er það sem okkur langar að gera,“ segir Sunna Björk Atladóttir, formaður.
Meira