Guðlaugstungur meðal fimm svæða sem tilnefnd eru í net verndarvæða Bernarsamningsins
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
05.01.2022
kl. 08.46
Ísland hefur tilnefnt fimm náttúruverndarsvæði hér á landi til að verða hluti af neti verndarsvæða Bernarsamningsins, sem kallast Emerald Network, eftir því sem fram kemur á vef stjórnarráðsins. Þetta var tilkynnt á 41. fundi fastanefndar Bernarsamningsins sem haldinn var í byrjun desember síðastliðinn. Guðlaugs- og Álfgeirstungur er eitt þessara svæða en þau tilheyra Húnavatnshreppi.
Meira
