Fréttir

Hamborgarar til styrktar fjölskyldu Erlu Bjarkar

Í nóvember var stórt skarð höggið í skagfirska fjölskyldu þegar Erla Björk Helgadóttir varð bráðkvödd á heimili sínu á Víðimel í Skagafirði. Til að styrkja fjölskylduna hefur Hard Wok Cafe ákveðið að öll hamborgarasala dagsins renni til hennar.
Meira

Fróðleikur úr fjöllunum og magnaðar myndir :: Hvammshlíðardagatal 2022 komið út

Enn á ný má finna hið skemmtilega dagatal Karólínu í Hvammshlíð sem, auk þess að halda manni við réttu dagana, er jafnan fræðandi og prýtt fjölda mynda.
Meira

Bjarni Jóns berst fyrir bundnu slitlagi á Blönduósflugvöll

Húnahornið greinir frá því að Blönduósflugvöll hafi borið á góma á Alþingi í gær. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi minnti þá á mikilvægi vallarins fyrir sjúkraflug og benti á að ekki væri búið að ljúka því verki sem byrjað var á til að hann geti gegnt öryggishlutverki sínu fyrir svæðið. Vísaði Bjarni til þess að ljúka þyrfti lagningu bundins slitlags á völlinn og að slík framkvæmd gæti kostað 40-70 milljónir króna. Skoraði hann á samgönguyfirvöld að sjá til þess að það yrði gert.
Meira

Dráttarbáturinn fékk nafnið Grettir sterki - Myndband

Í gær var nýjum dráttarbát Skagafjarðarhafna gefið nafn við látlausa athöfn á Suðurbryggju á Sauðárkróki. Fékk hann nafnið Grettir sterki, eftir einum frægasta útlaga Íslandssögunnar.
Meira

Sveinkar skottuðust um skrifstofur sveitarfélagsins á Skagaströnd

Það er bullandi vertíð hjá jólasveinunum eins og lög og reglur gera ráð fyrir á þessum árstíma. Þeir kappar mættu eldhressir á skrifstofur sveitarfélagsins á Skagaströnd í gærmorgun. „Þeir eru nú þekktir fyrir að vera hinir mestu ólátabelgir og skottuðust þeir hér um húsið og heilsuðu upp á verktakana sem að vinna hörðum höndum að endurbótum á Túnbrautinni,“ segir í frétt á vef Skagastrandar.
Meira

Samstarf Kormáks og Hvatar í meistaraflokki karla tryggt

Fulltrúar frá Ungmennafélaginu Kormáki og frá Ungmennafélaginu Hvöt funduðu í gærkvöldi um þá stöðu sem sameiginlegt meistaraflokkslið karla í knattspyrnu var komið í en Feykir sagði frá því fyrir helgi að slitnað hefði upp úr tíu ára samstarfi félaganna.
Meira

Landsnet, Orka náttúrunnar og Tengill í samstarf við Alor ehf.

Tæknifyrirtækið Alor ehf. vinnur að þróun og síðar framleiðslu sjálfbærra álrafhlaðna og orkugeymslna. Alor hefur undirritað samninga við Orku náttúrunnar, Landsnet og Tengil um stuðning fyrirtækjanna við framleiðslu frumgerðar álrafhlöðu. Það er markmið samstarfsins að byggja upp þekkingu auk þess að stuðla að nýsköpun og framförum á sviði hönnunar og framleiðslu álrafhlaðna á Íslandi. Slík framleiðsla mun stuðla að hraðari orkuskiptum sem og að bæta nýtingu raforku og draga úr sóun hennar.
Meira

17,2 milljarðar í framlög vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2021

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endanlegt skiptihlutfall vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2021. Áður hafa verið gefnar út tvær áætlanir fyrir árið. Áætlað er framlög ársins 2021 nemi rúmum 17,2 milljörðum króna.
Meira

Jólin í Gránu næsta laugardag- Getraun, finnur þú tengingar innan hópsins?

Tónleikarnir Jólin í Gránu verða haldnir í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki nk. laugardagskvöld, 18. desember. „Á dagskránni eru nokkur glæný skagfirsk jólalög sem samin hafa verið sérstaklega fyrir okkur í bland við gömlu góðu fallegu jólalögin,“ segir í kynningu.
Meira

Opið hús í Grunnskóla Húnaþings vestra

Fyrr í haust var tekinn í notkun hluti nýrrar viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. Að því tilefni verður opið hús í skólanum á morgun, þriðjudaginn 14. desember, frá kl. 16–18 og gefst íbúum og gestum tækifæri til að skoða nýbygginguna en í viðbyggingunni er mötuneyti, fjölnota salur, rými fyrir frístundir, skrifstofur skólastjórnenda og Tónlistarskóli Húnaþings vestra. Feykir tók púlsinn örsnöggt hjá Sigurði Ágústssyni skólastjóra.
Meira